Xi Zhongxun

Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Xi, eiginnafnið er Zhongxun.
Xi Zhongxun árið 1946. Hann taldist til fyrstu valdakynslóðar Kína með Maó. Sem ríkisstjóri Guangdong héraðs í Suður Kína lagði hann til og kom í framkvæmd uppbyggingu Shenzhen sem fyrsta „fríverslunarsvæðis“ í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann er faðir Xi Jinping núverandi forseta Kína

.

Xi Zhongxun (f. 15. október 1913, d. 22. maí 2002) var stjórnmálamaður í Alþýðulýðveldinu Kína, einn af stofnendum skæruliðahreyfingar kommúnista í Shaanxi-héraði í norðurhluta Kína, fyrrum varaforsætisráðherra landsins og taldist til fyrstu valdakynslóðar landsins með Maó Zedong. Hann starfaði sem yfirmaður áróðursdeildar Kommúnistaflokksins og síðar varaformaður þings Kommúnistaflokksins og varaforsætisráðherra landsins. Í „hreinsunum“ menningarbyltingar Maós var hann sendur til starfa í verksmiðju í Luoyang og í fangelsi árið 1968. Hann hóf aftur þátttöku í stjórnmálum er hann varð ríkisstjóri Guangdong og stýrði gríðarlegrar uppbyggingu þess. Hann er faðir Xi Jinping núverandi forseta Kína og leiðtoga fimmtu valdakynslóðarinnar.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy